Laugardaginn 14. janúar klukkan 20.30 verður haldið hagyrðingakvöld í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Þar munu koma fram hagyrðingarnir og ör-yrkjarnir:
Davíð Haraldsson
Reynir Hjartarson
Birgir Marinósson
Sigurgeir Ólafsson
Þórólfur Jónsson
Bragvörður: Kristján Hjartarson
Einnig mun Karlakór Dalvíkur syngja nokkur lög. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson
Að svarfdælskum sið mun salurinn syngja kveðskapinn jafnóðum og hann verður til, með fulltingi karlakórsins við undirleik Daníels Þorsteinssonar.
Miðaverð aðeins kr. 2.000.
( ath að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum )