Flestir Siglfirðingar þekkja Þóri Hákonarson framkvæmdastjóra KSÍ, fyrrum formann Knattspyrnufélag Siglufjarðar og fyrrum skrifstofustjóra Siglufjarðarkaupsstaðar. Hann skrifar frábæran pistil á KSÍ.is þar sem fjallað er um hagræðingu úrslita, notkun ólöglegra leikmanna í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu og ímynd knattspyrnunnar. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar er eitt þeirra liða sem hefur notað ólöglega leikmenn í því skyni að meta þá m.t.t. framtíðar samnings í huga. Fleiri lið hafa einnig beitt þessari að ferð.

Mjög áhugaverð lesning, pistillinn er hér.

Þórir Hákonarson

Mynd frá visir.is