Appelsínugul viðvörun er á Norðurlandi vestra í dag til kl. 11:00. Gul viðvörun er á Norðurlandi eystra til kl. 12:00 í dag.
Veðurspá á Norðurlandi Vestra:
Sunnan 18-28 m/s og vindhviður yfir 40 m/s. Líkur á staðbundnu foktjóni. Rigning um tíma og hláka. Hættuleg akstursskilyrði vegna vinds og einnig hálku þar sem blaut svell eru á vegum.
Veðurspá á Norðurlandi eystra:
Suðaustan 15-23 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Úrkomulítið, en hláka. Varasöm akstursskilyrði vegna vinds og einnig hálku þar sem blaut svell eru á vegum.