Fyrri undankeppni hæfileikakeppninnar Fiðrings 2023 verður haldin þriðjudaginn 18. apríl í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Keppnin er fyrir Grunnskólana á Norðurlandi og er fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans sem haldin er á Suðurlandi. Þátttakendur eru úr 8.-10.bekk grunnskólanna.

Skólarnir sem taka þátt í þessari fyrri undankeppni Fiðrings eru: Grunnskóli Fjallabyggðar, Dalvíkurskóli, Hríseyjarskóli, Giljaskóli,Brekkskóli,Glerárskóli og Naustaskóli.

Úrslitakvöldið fer svo fram í Hofi á Akureyri, miðvikudaginn 26. apríl.