Stjórn hestamannafélagsins Gnýfara í Ólafsfirði hefur áhyggjur af hárri grunnvatnsstöðu vestan Óss í Ólafsfirði.  Mikið yfirborðsvatn er á svæðinu sérstaklega eftir hlýindi. Óskað er eftir því að útræsin tvö við Kleifaveg verði grafin út eða uppsöfnuðu vatni í þeim dælt í burtu.

Tæknideild Fjallabyggðar hefur lagt til að grafið verði niður og opnuð leið fyrir vatnið í ræsin sem liggja undir gamla flugvöllinn í Ólafsfirði í austur. Einnig að þess verði gætt að útræsin tvö við Kleifaveginn verði grafin út á hverju vori.

Ólafsfjörður

Ljósmynd: Ragnar Magnússon.