Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu, mest á Siglufirði. Í dag þriðjudag hefur verið viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga.

Samkvæmt spá verður talsverð eða mikil rigning, einkum austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga. Búast má við vexti í ám og lækjum og geta vatnsföll farið staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur á grjóthruni og skriðuföllum. Þeim sem hyggja á útivist er bent á hættu á kælingu og vosbúð vegna rigningar, strekkings norðanáttar og lágs lofthita.

Frá þessu er greint á Veðurstofu Íslands, vedur.is