Gul viðvörun verður á öllu Norðurlandi laugardaginn 30. nóvember og er áætlað að það standi frá kl. 15:00 til 02:00 þann 1. desember. Tímasetningar geta breyst og rétt er að fylgjast alltaf með nýjustu upplýsingum.
Búið er að setja nokkra fjallvegi á óvissustig vegna veðurs en reynt verður að halda úti mokstri eftir fremsta megni. Vegfarendur eru beðnir að kanna aðstæður áður en lagt er af stað.
Spá:
Norðaustan og norðan 10-18 m/s með éljum og skafrenningi. Sums staðar léleg akstursskilyrði og mögulega ófærð á vegum.