Gul viðvörun er á Norðurlandi. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og Eyjafirði. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni, þ.a. ferðamenn ættu að forðast brattar fjallshlíðar.