Víða er hvasst veður á Norðurlandi og miklar vindhviður. Óvenju hlýtt er í veðri og er t.d. um 16° hiti á Siglufirði og í Ólafsfirði en spáð er strax kólnandi veðri á morgun.

Veðurviðvörun og veðurspá frá Veðurstofunni:

Suðvestan 18-23 m/s og vindhviður víða yfir 30 m/s. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

Vaxandi suðvestanátt og skýjað, 15-23 m/s í kvöld og jafnvel hvassari á stöku stað. Hiti 10 til 16 stig. Snýst í norðvestan 15-23 í fyrramálið með slyddu eða snjókomu til fjalla. Styttir upp og fer að lægja undir kvöld, fyrst vestast. Hiti 2 til 5 stig.