Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri á árinu 2024. Áætlunin verður tekin upp og endurskoðuð í nóvember 2024.
Áætlað er að Grunnskóli Fjallabyggðar (Fjallabyggð) fái úthlutað 19.853.849 kr.
Áætlað er að Dalvíkurbyggð fái úthlutað 2.200.427 kr.
Áætlað er að Akureyrarbær fái 85.716.616 kr.
Þá er áætlað að Grunnskóli Fjallabyggðar fái vegna íslenskukennslu sem annað tungumál 5.573.313 kr.