Úrslitin í Spurningakeppni grunnskólanna réðust miðvikudagskvöldið 25. apríl.

Grunnskóli Dalvíkurbyggðar og Hagaskóli í Reykjavík kepptu til úrslita í beinni útsendingu á Rás 2, en í ár tóku 60 íslenskir grunnskólar þátt keppninni. Úrslitin urðu þau að Hagaskóli bar sigur úr býtum með 28 stigum gegn 17.

Spyrill var Margrét Erla Maack og höfundur spurninga og dómari var Hannes Daði Haraldsson.

Heimild: Rúv.is