Nokkrir nemendur úr 6. og 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar komu hjólandi langa leið í skólann í vikunni. Þessir nemendur eru allir búsettir á Siglufirði og komu hjólandi til Ólafsfjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng ásamt fylgdarmanni. Ferðin tók um 55 mínútur og voru þau öll vel merkt.

Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar