Grunnskólakrakkar á Siglufirði fundu átta pakkningar af marijúana þegar þau voru að hreinsa rusl í bænum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri voru þetta um átta grömm en um 1 gramm af efninu er í hverri pakkningu. Börnin fundu eiturlyfin við tré í bænum og lítur út fyrir að efnin hafi verið þar í einhvern tíma.

Krakkarnir voru að taka þátt í verkefninu Fjallabyggð til fyrirmyndar 2012. Grunnskólanemendur tóku til í miðbæ og á jaðarsvæðum en einnig voru starfsmenn stofnanna að taka til í sínu nærumhverfi.

Heimild: mbl.is