Vegna forfalla vantar umsjónarkennara tímabundið í 4. bekk hjá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Hæfniskröfur:
– Grunnskólakennaramenntun
– Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
– Hefur metnað í starfi og getu til að vinna í hóp
– Tilbúin/n að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í skólastarfi

Grunnskóli Dalvíkurbyggðar er 300 nemenda grunnskóli með tvo kennslustaði. Einkunnarorð skólans eru þekking, færni, virðing og vellíðan. Í skólanum er verið að vinna að nokkrum þróunarverkefnum svo sem Byrjendalæsi og Töfraheimi stærðfræðinnar (sem gengur út á það efla kennara í stærðfræðikennslu). Grunnskóli Dalvíkurbyggðar er skóli á Grænni grein og stefnir að því að fá Grænfánann næstakomandi haust. Í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í starfi og þar er jákvæðni höfð að leiðarljósi. Allir skólar í Dalvíkurbyggð eru að innleiða Uppeldi til ábyrgðar.

Umsóknarfrestur er til 07. október

Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar gisli@dalvikurskoli.is  símar 4604980 og 8631329. Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildastjóri katrin@dalvikurskoli.is  símar 4604980 og 8479810.