Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tveimur mönnum við Bogann í gær vegna gruns um fíkniefnamisferli. Ekki fundust fíkniefni á mönnunum en annar mannanna var með hnúajárn og voru þau haldlögð og maðurinn kærður fyrir vopnalagabrot.