Umhverfisátak verður við tjörnina í Ólafsfirði í samstarfi við Fjallabyggð næsta sumar.
Ætlunin er að hefja gróðursetningu aspa og lægri runna á svæðinu. Með þessu verður skapað skjól við tjaldsvæðið í Ólafsfirði og svæðið fegrað.

Skógræktarfélag Ólafsfjarðar mun hafa umsjón með verkinu í samvinnu við Fjallabyggð sem styrkir verkefnið um 300.000 kr.