Grjóthrun hefur orðið í Drangey í kjölfar jarðskjálftanna á Norðurlandi og fregnir hafa borist af hruni í Þórðarhöfða í austanverðum Skagafirði,  þar sem 5-10 metra breið sneið hrundi úr berginu vestan í höfðanum. Enn er viðvarandi skjálftavirkni á Norðurlandi.

 

Fréttavefurinn Feykir hefur eftir Þorsteini Sæmundssyni, forstöðumanni Náttúrustofu Norðurlands vestra, að í Drangey hafi stór klettur klofnað neðst í bergstáli í Uppgönguvík þar sem nefnist Illastapagjá. Ekki sjáist önnur ummerki grjóthruns í eynni.

Heimild: Rúv.is