Grímseyjardagurinn verður haldinn helgina 1. – 3. júní.  Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá byggða á Grímseyskum hefðum og því hráefni sem árstíminn býður upp á, svo sem sýning á bjargsigi, kríueggjaleit, ratleik, siglingu og fleira. Dagskránni líkur síðan með glæsilegu sjávarréttahlaðborði í félagsheimilinu að kvöldi Grímseyjardagsins en allar konurnar í eynni koma þá með sinn sjávarrétt og úr verður hið glæsilegasta veisluhlaðborð.

Fyrir utan þá upplifun sem það er að fara til Grímseyjar, geta státað af því að hafa komið á heimskautsbaug og skoða alla þá skemmtilegu náttúru sem er að sjá í eynni iðandi af fuglalífi og sólin skín nánast allan sólarhringinn, þá er talsverð þjónusta við ferðafólk í Grímsey. Til að mynda veitingastaðurinn Krían, gistiheimilin Gullsól og Básar, minjagripasalan Gallerí Sól sem selur handunnar vörur eftir Grímseyjarkonur og loks er að geta matvöruverslunar og hinnar fínu innisundlaugar Grímseyinga.

Dagskrá Grímseyjardagsins 2012:

Föstudagur:
Kl. 14.15  Kríueggjaleit. Mæting fyrir utan Múla (félagsheimilið), lagt af stað kl 14.30
Kl. 16.30  Kynnisferð með leiðsögumanni þar sem fyrirtæki eyjarinnar eru heimsótt og starfsemi þeirra skoðuð.
Kl. 16.00  Handverkshúsið Gallerí Sól opið til 18.00
Kl. 16.00  Sundlaugin opin til 18.00
Kl. 20.45  Gönguferð/bílferð út á fót sem er nyrsti oddi eyjarinnar. Á leiðinni fáum við að sjá þaulreynda grímseyinga síga í bjarg, eftir það verður haldið áfram útá fót þar sem Sigurður Tryggvason mun leika nokkur vel valin lög á harmonikku í kvöldsólinni.
Mæting fyrir utan Kríuna kl. 20.45 og gengið af stað kl. 21.00.

Veitingarhúsið Krían opnar kl. 12.00 og verður opin fram eftir kvöldi.

Laugardagur:
Kl. 09.00  Æsispennandi ratleikur fyrir unga sem aldna, mæting fyrir utan Múla.
Kl. 12.30  Skemmtidagskrá slysavarnarfélagsins Sæþórs, niðrið við höfnina.  Allir velkomnir.
Belgjaslagur, grillaðar pylsur handa öllum, stutt skemmtisigling og margt fleira.
Kl. 15.00  Börnum boðið á hestbak fyrir utan Múla.
Kl. 18.30  Sjávarréttahlaðborð í Múla
Sýning á safngripum (salt og pipar safn Sigrúnar Þorláksdóttur)
Verðlaunaafhending (ratleikur)
Kl. 11.00 Dansleikur
Hljómseitin Legó kitlar danstaugarnar fram á nótt

Sunnudagur:
Kl. 16.00 Kvenfélagið Baugur verður með kaffisölu í Múla í tilefni sjómannadagsins.

Hægt er að fara til eyjarinnar með tvennum hætti, annaðhvort með ferjunni Sæfara frá Dalvík eða með flugi Flugfélags Íslands frá Akureyri. Margir ferðamenn velja þann kost að hafa sólarhringsviðdvöl í eynni og fara þannig aðra leiðina með ferjunni og hina með flugi.