Vegagerðin hefur lokið hreinsunarstörfum í bili og er nú Grenivíkurvegur opin fyrir almenna umferð. Á umræddum vegkafla hefur verið komið upp aðvörunarskiltum þar sem óhreinindi eru enn á vegi eftir aurskriðuna.

Eftirlitsmaður frá Veðurstofunni var að störfum í morgun ásamt lögreglu á Grenivíkurvegi við að meta aðstæður m.t.t. skriðuhættu. Flogið var yfir svæðið með dróna og myndir sendar í greiningu hjá Veðurstofunni. Niðurstaðan er sú að ekki varð vart við frekari hreyfingar í fjallinu eða önnur ummerki um að sérstök hætta væri á frekari skriðuföllum. Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt.