Grásleppuvertíðin hófst 15. mars sl. og stendur til 5. maí nk. Rífandi gangur hefur verið í veiðinni það sem af er. Þetta er fyrsta grásleppuvertíðin þar sem skylda er að koma með alla grásleppuna að landi. Hingað til hafa hrognin fyrst og fremst verið hirt en nú verður breyting þar á. Fjórir bátar stunda grásleppuveiðar frá Grenivík, þ.e. Eyfjörð ÞH 203, Fengur ÞH 207, Elín ÞH 82 og Hafdís Helga EA 51.