Ný tillaga að reglum vegna nýs styrkjaflokks, Grænn styrkur – umhverfisstyrkur Fjallabyggðar, sem ætlað er að styðja við aðila sem vinna að umhverfisverkefnum í Fjallabyggð hefur verið send til skoðunar hjá Bæjarstjórn Fjallabyggðar.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun taka málið fyrir á næstunni og ákvarða hvort af þessu verði en þetta er sannarlega spennandi mál sem allir njóta góðs af.