Dalvík/Reynir og Sindri frá Hornafirði mættust á Dalvíkurvelli í 16. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla í knattspyrnu. Ný vallarklukka var vígð og var einnig frítt á völlinn.

D/R fengu nýjan markmann, Franko Lalic, fyrir þennan leik sem kom frá liði á Ítalíu, en lék hérna á Íslandi frá 2019-2021 með Víkingi Ólafsvík og Þrótti Reykjavík. Hann kom beint inn í byrjunarliðið.

D/R er í toppbaráttunni í ár og er hver sigur dýrmætur nú á endasprettinum, en Sindri eru á hinum enda töflunar og í fallbaráttu.

Nýr framherji D/R Florentin var í byrjunarliðinu og átti góðan leik.

D/R skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu og var það Florentin Apostu sem gerði það og var það fyrsta mark hans fyrir félagið. D/R leiddi 1-0 í hálfleik.

Sigfús Gunnarsson kom D/R í 2-0 á 67. mínútu og kom heimamönnum í góða stöðu.

D/R gerði tvær skiptingar strax eftir markið og aðrar þrjár á lokamínútum leiksins og var breiddin notuð vel enda góðir leikmenn á bekknum.

Allt stefndi í 2-0 sigur en dómarinn dæmdi víti á fimmtu mínútu í uppbótartíma og skoraði Sindri úr henni og minnkuðu muninn í 2-1. Lengra komust þeir ekki og flautaði dómarinn til leiksloka.

Frábær sigur hjá Dalvík/Reyni sem tryggir stöðu sína í toppbaráttunni en margir leikur eru eftir í þessari umferð.