Árlega ferðavika Ferðafélagsins Trölla í Fjallabyggð hefst á morgun, fimmtudaginn 11. júlí og lýkur á sunnudag.
Göngurnar hefjast kl. 10:00, nema föstudagsgangan hefst kl. 9:00. Fjórar frábærar gönguleiðir eru í boði þessa daga, allt klassískar leiðir með mikla sögu. Skráning á viðburðina á fésbókarsíðu Ferðafélagsins. Nánari upplýsingar um göngurnar hérna í meðfylgjandi myndum.
Fimmtudagur: Yfir Siglufjarðarskarð frá Fljótum
Föstudagur: Botnaleið frá Siglufirði til Ólafsfjarðar
Laugardagur: Almenningshnakki Siglufirði
Sunnudagur: Skútudalur-Presthnjúkur- Ámárdalur.