Ferðafélagið Trölli í Fjallabyggð stefnir á gönguvikuna miklu alla næstu viku þ.e. frá mánudeginum 8. ágúst til sunnudagsins 14. ágúst. Veðrið verður vonandi til friðs til fjallgöngu þessa daga.

Göngurnar eru miserfiðar frá 2-5 skór þar sem 5 skór er erfiðast. Skráning er á hverja ferð fyrir sig eða á ferdatroll@gmail.com.

Ferðafélagið Trölli hefur haldið úti metnaðarfullum ferðum í allt sumar en höfuðstöðvar félagsins eru í Ólafsfirði.