Gönguskíðaferð í Héðinsfirði var hluti af fjögurra daga kennslu í skíðaíþróttum í þemaviku hjá nemendum í Menntaskólanum Tröllaskaga. Sprækur hópur gekk yfir ísilagt Héðinsfjarðarvatn og að útfallinu. Skoðaðir voru allir skálar og eyðibýli á leiðinni. Veður var hið blíðasta framanaf en á leiðinni til baka var vindur á móti og slyddurigning.

Björn Þór Ólafsson og Óliver Hilmarsson sáu um skíðagöngukennsluna.  Nemendur æfðu sig einnig á svigskíðum og snjóbrettum í þemavikunni. Í ljós kom á Skíðasvæðinu í Tindaöxl að kunnátta einstaklinga í hópnum var misjöfn. Björgvin Björgvinsson veitti tilsögn ásamt Björgvini Hjörleifssyni. Í ljós kom að sumir nemendur voru vanir svigskíðamenn en ekki í toppþjálfun, aðrir voru skemmra á veg komnir en allir fengu tilsögn við sitt hæfi.

Glæsilegar myndir úr ferðinni í Héðinsfjörð eru hér.

Myndir frá www.mtr.is