Laugardaginn 1. mars verður dansleikur í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Hljómsveitin Heldrimenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi. Dansleikurinn hefst kl. 21:00 og stendur til miðnættis.
Nú verða gömlu og góðu dansarnir / dagarnir rifjaðir upp. Dömu- og herrafrí, stólum verður raðað meðfram veggjum í stóra salnum en borð og stólar í efri salnum.
Barinn verður opinn frá kl. 20:30 til 24:00. Verð: 2.000 kr.