Golfmótið Sigló Open verður á Hólsvelli á Siglufirði um verslunarmannahelgina. Glæsilegt mót með veitingum að móti loknu. Ræst verður af öllum teigum kl 9:00 laugardaginn 2. ágúst og spilaðar verða 18 holur.
Keppt verður í kvenna og karlaflokki og veitt verða nándarverðlaun á par 3 holum. Dregið úr skorkortum að móti loknu. Mótið er í boði Aðalbakarísins og Icelandair.
Mótið hefst kl. 09:00. Mótsgjald er 3.000 kr.