Golfmót Siglfirðinga verður haldið Sunnudaginn 26. ágúst, ræst út frá kl 8:00-10:00.
Spilað verður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og þátttökugjald er 4.000 krónur og innifalin er teiggjöf.
Siglfirðingamótið er opið þeim sem eiga rætur sínar að rekja til Siglufjarðar eða tengjast Siglufirði sterkum böndum á einn eða annan hátt.
Keppnisfyrirkomulag og verðlaun:
- Karla- og kvennaflokkur – 18 holu punktakeppni með forgjöf.
- Hámarksvallarforgjöf karla 24
- Hámarksvallarforgjöf kvenna 28
- Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki auk sigurvegara í höggleik.
Skráningarfyrirkomulag verður að þessu sinni á golf.is ( http://www.golf.is/pages/forsida1/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=7cd67277-b209-470e-8667-5b205e3001be&tournament_id=16880 ).
Allir þeir sem hafa skráða forgjöf og aðgang að golf.is ættu því að geta skráð sig þar. Þeir sem ekki geta skráð sig á golf.is geta sent tölvupóst á Jóhann Möller (johann.moller@stefnir.is) eða Kára Arnar (vefstjoriGKS@gmail.com). Taka þarf fram kennitölu og hvenær viðkomandi vill fá rástíma. ATH eina leiðin til að tryggja rástíma er að skrá í gegnum golf.is, ef sendur er tölvupóstur er ekki hægt að tryggja að rástíminn sé laus og þá er skráð á næsta lausa rástíma.