Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) heldur opið golfmót n.k. laugardag 30.júlí. Opna Verslunarmannahelgarmótið verður á Hólsvelli og er það punktakeppni. Mótið hefst kl.9 og spilaðar 18 holur. Ræst verður af öllum teigum. Mótsgjald er 3000 kr. Innifaldar eru veitingar að móti loknu. Keppt verður í kvenna og karlaflokki. Nándarverðlaun á par 3 holum. Dregið verður úr skorkortum. Skráning á golf.is hér.

Heimasíða GKS hér.