Golfklúbbur Siglufjarðar og Golfklúbbur Fjallabyggðar héldu mót í gær á Siglógolf þar sem leiknar voru 9 holur í punktakeppni á milli félaganna. Aðeins skráðir félagar gátu tekið þátt.

Keppt var í karla- og kvennaflokki með forgjöf og síðan stelpur á móti strákum. Strákarnir stóðu uppi sem sigurvegarar á þessu móti en reiknað er með að stelpurnar gefi ekkert eftir á næsta móti.
Klúbbarnir stefna á að hittast á öðru móti hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði 28. júlí næstkomandi.
Grillaðar voru pylsur eftir mótið og áttu keppendur gott spjall.
Flesta punkta fékk Brynjar Heimir Þorleifsson GKS en hann náði í 21 punkt á þessum 9 holum. Jón Karl Ágústsson GKS var með 20 punkta í 2. sæti og Guðmundur Rafn Jónsson GFB með 19 punkta í 3. sæti.
Í kvennaflokki var Ólína Guðjónsdóttir GKS með 18 punkta, Sigríður Guðmundsdóttir GFB með 17 punkta og Anna Hulda Júlíusdóttir GKS með 14 punkta.
Myndlýsing ekki til staðar.
Gæti verið mynd af 2 manns og people standing
Ljósmyndir: GKS
Gæti verið mynd af 11 manns, sitjandi fólk og útivist
Gæti verið mynd af 4 manns og útivist