Golfklúbbur Siglufjarðar hefur sett upp golfhermi að Suðurgötu 2-4 , 2. hæð á Siglufirði í húsi Samkaupa.  Æfingar verða á þriðjudagskvöldum frá 20:00 til 22:30. Ef meðlimir vilja komast í golfherminn á öðrum tímum geta þeir haft samband við Ingvar í 868-3396.

 

Mótaskrá GKS fyrir árið 2012 er tilbúin

Í sumar verða fjögur vegleg opin golfmót haldin Fjallabyggð í sumar. Opna Olís mótið, Opna kvennamót Siglósports, Opna Vodafone mótið og Opna Bakarís- og Vífilfellsmótið sem haldið verður um verslunarmannahelgina. Fjöldinn allur að minni mótum verða í sumar og er hægt að sjá dagskránna hér.

Gjaldskrá GKS fyrir árð 2012 hefur verið ákveðin.

Félagsgjöld í ár eru:

Fullt gj. einstaklings: 25.000 kr. Byrjendur á fyrsta ári: 17.500 kr
Hjónagjald: 35.000 kr. Byrjendur á fyrsta ári: 25.000 kr.
67 ára og eldri: 17.500 kr.
16 – 18 ára og nemar: 17.500 kr.
15 ára og yngri 7.500 kr.
Aukaaðild: 15.000 kr. * Aukaaðild er fyrir fullgilda meðlimi annara klúbba.

Innifalið í félagsgjöldum og aukaaðild er:

Ótakmarkað golf á Hólsvelli
Aðgangur að golf.is
30% afsláttur á völlum á Norðurlandi
Fríspil á Glanna
Fríspil í Bakkakoti (50% afsláttur ef viðkomandi er með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu)
Verið er að vinna í samningum við aðra klúbba um fríspil/afslátt.

Skráning í klúbbinn fer fram á netfangið huldamag@simnet.is

Vallargjöld:

Daggjald einstaklings: 2.000 kr.
Daggjald hjóna: 3.000 kr.
Vikugjald einstaklings: 6.000 kr.
Vikugjald hjóna: 9.000 kr.

Vallargjaldið er greitt í kassa við fyrsta teig. Hægt er að greiða með peningum, fá sendan gíróseðil, eða greiða inn á bankareikning GKS. Miðar eru í kassanum þar sem gerð er grein fyrir hvernig greitt er og gildir helmingur miðans sem kvittun en hinn helmingurinn er settur í kassann.