Gólfið í nýju viðbyggingunni á Akureyrarflugvelli var steypt í dag. Byggingin á að vera um 1100 fermetrar að stærð við flugstöðina með góðri aðstöðu fyrir toll og lögreglu, fríhöfn og veitingastað.
Áætlað er að heildarverkefninu verið lokið síðsumars 2023. Verkefnið felur einnig í sér breytingu á núverandi húsnæði flugstöðvarinnar og nánasta umhverfi.
Byggingafélagið Hyrna sér um smíði viðbyggingarinnar. Samningsupphæðin fyrir verkið er 810,5 milljónir króna.
Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga. Sá fyrsti snýr að nýrri viðbyggingu við flugstöðina. Í öðrum áfanga verður núverandi komusvæði flugstöðvarinnar endurbyggt og þar er áætlað að nýtt innritunarsvæði verði. Nýtt skyggni og töskubílaskýli verður þá einnig byggt með tilheyrandi malbikun. Í þriðja og síðasta áfanga verða núverandi innritunarsvæði og skrifstofuhluti endurbyggð.
Það voru samfélagsmiðlar Akureyrarflugvallar sem birtu þessar myndir í dag.