Um síðastliðna helgi fór fram fyrsta Unglingamót vetrarins í badminton þegar Reykjavíkurmótið fór fram í TBR húsinu í Reykjavík.  Keppt í tveimur greinum, þ.e. tvíliða- og tvenndarleik. Tæplega 100 keppendur tóku þátt frá ýmsum félögum, þar af sjö frá Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar.  Á mótinu var keppt eftir nýju fyrirkomulagi þar sem leikið var í getuskiptum riðlum og allir fengu svipaðan fjölda leikja.
Mótið heppnaðist mjög vel og voru flestir leikir mjög jafnir og úrslitin í riðlunum réðust oft ekki fyrr en í síðasta leik.
Hér fyrir neðan má sjá árangur TBS iðkenda sem var mjög góður.
U-13 Tvenndarleikur: Marínó og Kamilla sigruðu A-riðilinn og Adríana og Kári (BH) sigruðu C-riðilinn.
U-13 Tvíliðaleik: Alda og Kamilla og Marínó og Sigurður (BH) urðu í 2.sæti í A-riðili og Adríana og Guðrún urðu í 3.sæti í B-riðli.
U-15 Tvenndar: Sebastían og Alda urðu í 4.sæti í A-riðli.
U-15 Tvíliða: Sebastían og Erik (BH) urðu í 3.sæti í A-riðli.
U-17 Tvíliða: Anton og Úlfur (Hamar) urðu í 5.sæti í A-riðli.
Næsta Unglingamót fer fram á Siglufirði 5.-6.október og þá verður keppt í einliða- og tvíliðaleik í U11-U19 og má búast við miklum fjölda keppenda.