Í ársskýrslu Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2012-13 kemur fram að góð reynsla sé af sameinuðu skólahaldi í Grunnskólunum á Siglufirði og í Ólafsfirði, en sameining þeirra átti sér stað árið 2010.

Nemendum hefur fækkað nokkuð á milli ára en á þessu skólaári hafa verið 208 nemendur en árið á undan voru 225. Árgangatölur sýna þó að fjölga muni aftur á næstu árum.

Við sameinaða skólann starfa 56 starfsmenn, þar af 30 kennarar. Skólabíll keyrir börn á milli bæja, en unglingadeildin er aðeins á Siglufirði.

Á þessu skólaári hafa áherslur og þróunarstarf verið á einstaklingsmiðað nám og fjölbreytt námsmat, uppbyggileg og jákvæð samskipti, Uppbyggingarstefnan, skólanámskrárgerð, Hreystidagar, vinna gegn einelti í anda Olweusáætlunar, Grænfánaverkefnið og Byrjendalæsi sem er þróunarvinna í 1.- 4. bekk í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Nánar um skólann má lesa á www.fjallaskolar.is

grskoli1
Ljósmynd: Ragnar Magnússon, fyrir Héðinsfjörður.is