Um 30 krakkar tóku þátt í árlega 17. júní hlaupi UMF Glóa á Siglufirði. Mótið var haldið á nýjum stað í fyrsta sinn en Rammalóðin eða “Ísfélagslóðin” var nú notuð þar sem gamli malarvöllurinn var ekki í boði. Sex árgangar voru gjaldgengir, 2012 – 2017, hlupu tveir og tveir árgangar saman og hlaupaleiðin lengdist í samræmi við hækkandi aldur.
Veður var gott og margir aðstandendur fylgdust með mótinu.
Allir fengu verðlaun um hálsinn í lok hlaups og einnig buff á höfuðið og svalan drykk.
Þetta er nítjánda árið sem UMF Glói stendur fyrir hlaupi á 17. júní á Siglufirði í tæplega 30 ára sögu félagsins.
Félagið hefur einnig komið með öðrum hætti að hátíðarhöldunum í gegnum tíðina og sá m.a. um skipulag og framkvæmd þeirra í fjögur ár, árin 2006 – 2009.
Frá þessu var fyrst greint á samfélagsmiðlum Glóa ásamt myndum sem hér fylgja.
Gæti verið mynd af 7 manns og mannfjöldi
Gæti verið mynd af 7 manns og arctic