Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir 2012.

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur og er hækkun á gjöldum fyrir afnot af hitaveituvatninu um 2/3 af hækkun byggingarvísitölu frá nóvember 2010 til október 2011 en aðrir liðir gjaldskrárinnar taka hækkunina að fullu.

Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur fyrir 2012.


Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur og eru helstu breytingar á útfærslu á gjaldtöku á vatnsgjaldi og sendir umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þessar tillögur til bæjarráðs staðfestingar. Einnig leggur nefndin til að hækkun á aukavatnsgjaldi taki breytingum byggingarvísitölu frá nóvember 2010 til október 2011.

Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð fyrir 2012.


Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt gjaldskrá fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að sorphirðugjald verði kr. 27.400,- að öðru leyti breytist sá hluti gjaldskrárinnar sem snýr að endurvinnslustöð Dalvíkurbyggðar samkvæmt breytingum byggingarvísitölu frá nóvember 2010 til október 2011.

Gjaldskrá fyrir fráveitu í Dalvíkurbyggð fyrir 2012.


Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt gjaldskrá vegna fráveitu í Dalvíkurbyggð. Fráveitugjald er óbreytt á milli ára en helsta breyting er eftirfarandi að Dalvíkurbyggð annast tæmingu rotþróa í eigu fasteignaeigenda í Dalvíkurbyggð og innheimtir sérstakt rotþróargjald til að standa straum af kostnaði við hreinsun, urðun seyru og umsjón með verkinu.
Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 8.000,-
Fyrir aukalosun, að beiðni eiganda, greiðist skv. gjaldskrá losunaraðila, fyrir hverja losun.