Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru gistinætur á hótelum í nóvember 2011, 79.500 samanborið við 70.400 í nóvember 2010. Gistinætur erlendra gesta voru um 73% af heildarfjölda gistinátta í nóvember en gistinóttum þeirra fjölgaði um 19% samanborið við nóvember 2010 á meðan fjöldi gistinátta Íslendinga var svipaður á milli ára. Gistinætur á hótelum á Austurlandi voru ríflega 2.000 í nóvember og fjölgaði um 90% frá fyrra ári. Á Suðurnesjum voru gistinætur 4.300 í nóvember sem er 44% aukning frá fyrra ári.

Gistinætur á hótelum höfuðborgarsvæðisins voru 62.000 eða 16% fleiri en í nóvember 2010. Á Norðurlandi voru 3.300 gistinætur í nóvember sem eru um 3% aukning frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fækkaði hinsvegar gistinóttum á milli ára, voru 1.400 samanborið við 1.800 í nóvember 2010.

Heimild: www.saf.is