Tjaldsvæði

Tjaldsvæði í nágrenni Héðinsfjarðar

Tjaldsvæðið Siglufirði
Tjaldsvæði Siglufjarðar er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ og þar er hús með salernum og aðstöðu.

Tjaldsvæðið á Siglufirði

Gjaldskrá tjaldstæða í Fjallabyggð 2021 Verð: Gistinótt pr. einstakling: 1400 kr. Sama gjald á tjöld og vagna. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1200 kr. gistinótt per. mann.  Frítt fyrir börn undir 16 ára. Rafmagn: 1200 kr. nóttin, Þvottavél 500 kr., þurrkari 500 kr. Tjaldsvæði Siglufjarðar er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna.

Tjaldsvæðið Ólafsfirði
Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við Íþróttamiðstöðina. Þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum.  Tjaldsvæðið í Ólafsfirði

 

 

Tjaldsvæðið á Dalvík

Tjaldsvæðið er staðsett sunnan Dalvíkurskóla við hlið íþróttavalla og neðan íþróttamiðstöðvar/sundlaugar. Á tjaldsvæðinu eru snyrtingar og þvottaaðstaða með heitu og köldu vatni og sturtur. Fyrir húsbíla er losunarbúnaður fyrir skólp og tengi fyrir rafmagn. Dvöl fyrir hverja einingu, húsbíl, fellihýsi osfrv. kostar 1.500 kr. á nótt í fyrstu tvær næturnar, síðan 750 kr. þá þriðju og síðan er frítt.
Gjald fyrir tjöld er 1000 kr. pr. nótt fyrstu tvær næturnar, síðan 500 kr. og eftir það frítt.
Leiga á rafmagni kostar 600 kr. pr. nótt á einingu.

Upplýsingar og sími: 466-4233

Tjaldsvæðið Hólum í Hjaltadal

Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins og er fjölsóttur ferðamannastaður. Sagan, helgi staðarins og náttúrufegurð leiða menn til Hóla. Í Hólaskógi er fallegur rjóður sem veita góð skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið, auk þess sem góð þjónusta er á svæðinu t.d veitingastaður og sundlaug.

Sími:  4556333

Skjólgott tjaldsvæði í fallegum dal

 

Tjaldsvæðið Sólgarðshólum, Ökrum, 570 Fljót

Tjaldsvæði fyrir húsbíla og hjólýsi útbúnum ferðasalernum. Salernisaðstaða aðeins opin milli 14-20 (Tími sundlaugarinnar), einnig er boðið upp á svefnpokapláss og uppábúin rúm. Staðsett á þjóðvegi 76 milli Hofsós og Siglufjarðar. s:467-1054 & 841-0322

Tjaldsvæðið Hofsósi
Staðsett við grunnskólann.
565 Hofsós
Sími 453 7367
Tjaldsvæði með rafmagni
Ný sundlaug er á Hofsósi og Vesturfarasetrið er þar einnig.

Tjaldsvæðið Lónkoti
Lónkoti
565 Hofsós

Staðsett 12.km norðan Hofsós á Siglufjarðarvegi, þjóðvegi 76.

Tjaldsvæði er gott með skjólgarði, salernisaðstöðu og aðstöðu til að grilla. Veitingastaðurinn Sölvabar.9-holu golfvöllur.

Tjaldsvæðið í Varmahlíð
Reykjarhóli
560 Varmahlíð

Sími 861 7697

Skjólgott tjaldsvæði. Heitt og kalt vatn, sturta, salerni og handlaugar.Aðgengi er fyrir fatlaða. Rafmagn fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi.

Sund, leiktæki, sögustaðir, hestaleiga, flúðasiglingar og fleira.