Eigendur Gistihússins Hvanneyri hafa sótt um leyfi til uppsetningar á lyftu og lyftuhúsi á norðurhlið Gistihússins Aðalgötu 10, Siglufirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur óskað eftir fullnægjandi teikningum svo hægt sé að samþykkja málið og senda áfram. Þetta yrði verulega bætt þjónusta fyrir þá ferðamenn sem gista þarna, sérstaklega þá sem gista á efri hæðum hússins.