Gestir Bókasafns Fjallabyggðar fækkaði á milli ára og voru alls 5437 árið 2024 en voru 6066 árið 2023. Safnið á Siglufirði sem er töluvert stærra safn var með 3725 gesti en safnið í Ólafsfirði var með 1712 gesti á árinu 2024. Inni í þessum tölum eru einnig aðrir gestir þ.e. skólahópar og leikskólahópar. Fækkunin í Ólafsfirði má meðal annars rekja til lokunar safnsins vegna flutninga frá 19. febrúar til 15. maí 2024. Safnið í Ólafsfirði er nú að Bylgjubyggð 2b sem er um 50 fermetrar. Aðstaðan minnkaði því til muna eftir þann flutning og þurfti að minnka bókakostinn töluvert.
Gestir safnsins árið 2022 voru 5746 og 5522 árið 2021. Stór ár var árið 2019 þegar gestir voru alls 10.299, en það er árið fyrir covid tímabilið. Þá er einnig talað um áhrif Storytel, sem margir nýta sér.