Áramótin 2019 - Ártalið 2019
Samkomulag um þjónustukaup vegna jóla og áramóta í Fjallabyggð sem gerð voru árið 2020 giltu til áramóta 2022-2023. Endurnýja þarf samninga þar sem gildandi samningur rennur út í nóvember 2023. Fjallabyggð hyggst gera samninga til 3ja ára við Björgunarsveitir, Kiwanisklúbbinn, KF og SSS vegna þeirra þjónustu sem þeir veita sveitarfélaginu ár hvert í kringum jól og áramót.

Samkomulag um þjónustukaup hefur verið gert við eftirtalda aðila hjá Fjallabyggð til þriggja ára í senn:

Björgunarsveitina Tind, sem annast flugeldasýningu á gamlárskvöld í Ólafsfirði.
Björgunarsveitina Stráka, sem annast flugeldasýningu á gamlárskvöld á Siglufirði.
Kiwanisklúbbinn Skjöld sem annast Þrettándabrennu og flugeldasýningu á Siglufirði 6. janúar ár hvert.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem annast tendrun jólatráa, jólasveina, jólaball á annan dag jóla, áramótabrennur á Ólafsfirði og Siglufirði og lýsingu ártals í Tindaöxl í Ólafsfirði. Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, annast lýsingu í Hvanneyrarskál á Siglufirði.