Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 3. maí 2023 samhljóða að fella niður tímabundið öll gatnagerðargjöld vegna fasteignabygginga til þess að stuðla enn frekar að uppbyggingu húsnæðis í sveitarfélaginu.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur nú ákveðið að framlengja þessa ákvörðun og gildir hún nú til 31.12.2025.
Með þessu vill bæjarráð Fjallabyggðar halda áfram að búa til jákvæða hvata til nýbygginga í sveitarfélaginu.