Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð hafa gefið Félagsmiðstöðinni Neon í Fjallabyggð tvær nýjar Playstation 5 leikjatölvur og skjávarpa. Þessar gjafir eiga eftir að koma sér vel fyrir unglingana sem sækja félagsmiðstöðina en Agnar Óli Grétarsson, fulltrúi Neonráðs tók við gjöfinni fyrir hönd unglinganna.
Félagsmiðstöðin er í nýju húsnæði og markar ákveðin tímamót en miðstöðin hefur ekki haft fast húsnæði síðustu ár og þurft að vera á mismunandi stöðum. Frábær aðstæða er nú hjá félagsmiðstöðinni og eftirsótt fyrir unglinga að vera þar.