Fæðingardeild Sjúkrahúss Akureyrar barst vegleg gjöf þegar skjólstæðingur sjúkrahússins gaf deildinni 8 sjónvörp. Öll herbergi á deildinni fá nú sjónvörp til noktunar. Einnig voru gefnir tveir hárblásarar.
Það eru Stefanía Steinsdóttir og Sólveig Helgadóttir sem gáfu sjúkrahúsinu þessa veglegu gjöf. Ingibjörg Jónsdóttir deildarstjóri fæðingardeildarinnar veitti gjöfinni móttöku og sagði starfsfólk afar þakklátt fyrir gjafirnar.
Gjöfin er gefin í minningu dóttur Stefaníu og Sólveigar, Maríu Lindu, sem fæddist andvana á fæðingadeild sjúkrahússins.