Talin hafa verið 337 atkvæði í Fjallabyggð og á kjörskrá eru 1578. Samkvæmt fyrstu tölu þá ná Sjálfstæðismenn inn 3 mönnum og bæta við sig manni frá síðustu kosningum. Betri Fjallabyggð fær 2 menn og H-listinn fær 2 menn samkvæmt þessum fyrstu tölum.

Samkvæmt þessu þá eru Helga, Sigríður Guðrún og Tómas Atli inni hjá X-D,  Jón Valgeir og Særún Hlín inni hjá X-H og Ingibjörg Guðlaug og Nanna inni hjá X-I.