Í dag var loksins opið í Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði en þetta var fyrsti opnunardagur ársins. Lokað hefur verið vegna veðurs töluvert í vetur og undanfarið hefur verið mikil ísing á búnaði. Vonandi er bjart framundan fyrir skíðafólk í Fjallabyggð. Á svæðinu í dag var troðinn og þurr snjór.

Skarðsdalur