Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar í dag, 25. desember kl. 11:00-14:00. Um er að ræða fyrsta opnunardag vetrarins og verður eingöngu Neðsta lyfta opin í dag.  Göngubraut er tilbúin í Hólsdal fyrir skíðagöngufólk.
Færið er troðinn þurr snjór, vindur 5-8m/sek. og heiðskírt samkvæmt tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins.

Opnunartími næstu daga:  annan í jólum kl. 11-16, 27. des kl. 14-18, 28. des kl. 11-16, 29. des kl. 11-16, 30. des kl. 14-18, gamlársdag kl. 11-14.