Fyrsti keppnisleikur kvennaliðs Dalvíkur/Reynis fer fram laugardaginn 20. apríl.  Lið Einherja frá Vopnafirði kemur á Dalvíkurvöll og hefst leikurinn kl. 14:00.
Leikurinn er í Mjólkurbikarnum og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta á leikinn og hvetja liðið áfram.
Þjálfari liðsins er Jóhann Már Kristinsson.
Sögulegur viðburður, allir á völlinn.