Í gær fimmtudaginn 15. desember kom Bjögúlfur EA 312 til heimahafnar á Dalvík úr óvenjulegri veiðiferð. Það óvenjulega við þessa veiðiferð var, að Björgúlfur notaði innlendan orkugjafa, sem er lífdísill framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu sem safnað er saman og búinn til lífdísill í stað þess að urða úrganginn. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breitt í orku sem síðan er notuð á fiskiskip. Frá því árið 2007 er Orkey var stofnað hefur það verið tilgangur félagsins að stuðla að sjálfbærri framleiðslu og notkun endurnýjanlegra orkugjafa og leitast við að taka þátt í framförum á því sviði.