Fyrsta skemmtiferðaskipakoma sumarsins á Sauðárkrók er í dag með komu skipsins Azamara Journey. Von er á fimm heimsóknum skemmtiferðaskipa til Sauðárkróks í sumar. Azamara Journey kemur aftur til Sauðárkróks 12. júlí næstkomandi.

Skipið er 181 m á lengd og rúmar tæplega 700 farþega. Margir farþegar kusu að rölta um bæinn og skoða sig um.

Ýmis afþreying er í boði í Skagafirði fyrir farþega skipsins, margar flottar skipulagðar ferðir á vegum ferðaþjónustunnar m.a. í Drangey, á hestbak, hringferðir um Skagafjörð m.a. í Glaumbæ, á Hofsós og Hóla, heimsókn í 1238 – Baráttan um Ísland o.fl.

Það vildi svo skemmtilega til að rostungurinn sem verið hefur á svæðinu frá því fyrir helgi kíkti líka í heimsókn í dag og kom sér vel fyrir á smábátahöfninni og fylgdist með skipinu. 

Alls verða fimm skemmtiferðaskipakomur á Sauðárkrók í sumar:

6. júlí – Azamara Journey

12. júlí – Azamara Journey

27. júlí – Scenic Eclipse 2

14. ágúst – Azamara Pursuit

12. september – World Traveller

Heimild og myndir: Skagafjörður.is